Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 107 svör fundust

Beygist vefur ekki þannig: vefur - vef - vef - vefjar?

Jú, þetta er sú beyging sem ýmsar orðabækur sýna. Hins vegar finnst okkur eignarfallið "Vísindavefs" fara alveg eins vel og "Vísindavefjar" svo að við höfum hyllst til þess að nota báðar orðmyndirnar á víxl, bæði hér á vefsetrinu og í Morgunblaðinu. Við erum ekki þar með að leggja til að beygingu orðsins sé bre...

Nánar

Virða flugur eitthvert lögmál um lífsrými?

Upphaflega spurningin var svona: Ég er oft á sumrin stödd á sveitabæ þar sem flugur safnast stöðugt í eldhúsið. Þótt þær séu drepnar, koma alltaf mjög fljótt aðrar í staðinn, en aðeins að vissu marki, yfirleitt aldrei fleiri en 5-6 í þetta eldhús (nema í sérstökum flugnasumrum). Flugurnar sýnast virða eitthvert...

Nánar

Hvað merkir 'lon og don' og hvaðan kemur orðasambandið?

Uppruni orðasambandsins lon og don er ókunnur. Elst dæmi um það eru í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Manni og konu, segir prestsfrúin til dæmis við bróður sinn: „þú situr lon og don yfir lestrinum“ og hefði orðasambandið tæplega verið notað hefði það ekki verið vel skil...

Nánar

Hvað getur Internetið unnið hratt á sekúndu?

Eins og fram kemur í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni 'Hvað þýðir www?', er Internetið tölvunet sem sett er saman úr minni einingum. Þessar einingar eru til dæmis nafnaþjónar, vefþjónar og almennar notendatölvur. Með þetta í huga má sjá að erfitt er að tala um vinnsluhraða Internetsins, á sa...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Gunnar Stefánsson rannsakað?

Gunnar Stefánsson er prófessor í tölfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur áhuga á líkanagerð og tölfræði, sérstaklega á sviði kennslu, en einnig öðrum fagsviðum. Eftir hann liggja alþjóðlegar ritrýndar greinar í tímaritum á sviði fiskifræði, menntunar, líffræði, sálfræði og rafmynta. Gunnar starfaði í mörg ár v...

Nánar

Hvað er hæsti aldur sem til er í dýraríkinu?

Hæsti aldur sem greinst hefur meðal dýra er hjá kúskelinni (Arctica islandica), sem lifir meðal annars innan íslensku efnahagslögsögunnar. Auðvelt er að aldursgreina þessar samlokur með því að telja vaxtarhringi á skel þeirra, en þeim svipar mjög til árhringja í trjám. Elsti skráði einstaklingur kúskeljarinnar, og...

Nánar

Hve hratt fer flugvélin Fokker 50?

Dæmigerður flughraði Fokker 50 vélanna er um 450 km/klst en hámarkshraðinn er 532 km/klst. Hér að neðan má svo sjá ýmsa eiginleika vélanna. Upplýsingarnar eru þó nokkuð mismunandi eftir flugfélögum og því ná tölurnar oft yfir nokkuð stórt bil. Lengd25 mVænghaf29 mHæð8,5 mFlugþol1300-2250 kmFarþegafjöldi46-5...

Nánar

Af hverju er ég stelpa?

Þú ert stelpa vegna þess að sáðfruma pabba þíns, sem frjóvgaði egg mömmu þinnar, hafði X-kynlitning. Ef sáðfruman hefði verið með Y-kynlitning þá værir þú strákur. Þegar sáðfruman hafði frjóvgað eggið þá varð til okfruma sem síðan þróaðist og varð að þér! Á Vísindavefnum er að finna svar eftir Þuríði Þorbjarna...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um tarantúlur?

Almennt er talað um allar tegundir köngulóa af ættinni Theraphosidae sem tarantúlur. Upphaflega var tegundin Lycosa tarentula (e. wolf spider) sem lifir í Suður-Evrópu kölluð tarantúla en þessi tegund tilheyrir þó ekki Theraphosidae heldur ættinni Lycosidea. Lycosa tarentula er tiltölulega stór könguló, um 2,5 cm ...

Nánar

Hvað geta mörgæsir lifað lengi?

Mörgæsir lifa mislengi eftir tegundum. Til dæmis lifa keisaramörgæsir, stærstu mörgæsir heims, venjulega í um 20 ár, en geta náð hærri aldri. Talið er að konungsmörgæsir, sem eru næst stærstu mörgæsir heims, verði 15-20 ára gamlar í sínu náttúrlega umhverfi en í haldi manna geta þær orðið allt að 30 ára. Afrískar...

Nánar

Hver er uppruni skulda ríkissjóðs?

Það sama gildir um ríkissjóð og aðra að ef tekjur nægja ekki fyrir útgjöldum og bilið er brúað með lántöku þá safnast upp skuldir. Skuldir ríkissjóðs á hverjum tíma eru því afleiðing af lántöku fyrri tíma. Rekstur ríkisins er þó afar flókinn og það sama gildir um eignir og skuldir ríkissjóðs. Það getur því ver...

Nánar

Hvað borða andarungar?

Andarungar þurfa mjög prótínríka fæðu til að vaxa og dafna. Frjósamar tjarnir og vötn eru kjörlendi fyrir andavarp. Andarungarnir éta helst ýmsar skordýralirfur og önnur vatnasmádýr sem innihalda mikið prótín. Andarungar. Reykjavíkurtjörn hefur talsvert verið í umræðunni undanfarin misseri vegna þess hversu ...

Nánar

Hvað eru margar vefsíður á netinu?

Þessari spurningu má með réttu líkja við spurninguna Hvað eru mörg sandkorn í heiminum? Þegar fengist er við þá spurningu má þó vera ljóst að sandkornin eru endanlega mörg en þegar rætt er um vefsíður er það ekki ljóst og raunar má segja að þær séu óendanlega margar. Síðustu ár hafa vinsældir forritunarmála á...

Nánar

Fleiri niðurstöður